Age Hareide landsliðsþjálfari Íslands segir að íslenska landsliðinu hafi vantað leiðtoga og segir því mikilvægt að Aron Einar Gunnarsson sé mættur aftur.
Aron Einar hefur spilað í Katar undanfarnar vikur og ákvað Hareide að kalla aftur í fyrirliðann.
Íslenska liðið er á leið í tvo leiki í Þjóðadeildinni gegn Svartfjallalandi og Wales. Talið er að Aron komi einn sem varnarmaður í hópinn.
Hareide fagnar endurkomu hans. „Ég hef verið í sambandi við Aron allt ferlið, hann vill ólmur spila með okkur og okkur vantar hann sem leiðtoga. Vonandi er hann klár í slaginn.“
Íslenska liðið kemur saman á mánudag á Spáni áður en haldið verður til Svartfjallalands og þaðan til Wales.