Brighton 2 – 1 Manchester City
0-1 Erling Haaland(’23)
1-1 Joao Pedro(’78)
2-1 Matt O’Riley(’83)
Manchester City er búið að tapa fjórum leikjum í röð en liðið mætti Brighton á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.
City hefur upplifað erfiða tíma undanfarið en liðið tapaði gegn Sporting í Meistaradeildinni 4-1 í vikunni.
Liðið tapaði einnig 2-1 gegn Bournemouth um síðustu helgi og þá 2-1 gegn Tottenham í deildabikarnum.
Erling Haaland kom City yfir í leik kvöldsins og var staðan lengi vel 1-0 fyrir meisturunum.
Brighton skoraði þó tvö mörk undir lok leiks til að tryggja 2-1 sigur og fer upp í fjórða sæti deildarinnar.