Ruud van Nistelrooy hefur viðurkennt það að hann vilji taka við Manchester United en hann þarf væntanlega að bíða í dágóðan tíma.
Ruben Amorim tekur við United eftir helgi og er óvíst hvort Van Nistelrooy fái að halda starfi sínu í þjálfarateymi félagsins.
Van Nistelrooy er fyrurm leikmaður United og starfaði sem aðstoðarmaður Erik ten Hag sem fékk sparkið á dögunum.
,,Auðvitað vil ég þjálfa Manchester United einn daginn,“ sagði Van Nistelrooy í samtali við blaðamenn.
,,Ég hugsaði þetta vel þegar ég samdi við United sem aðstoðarþjálfari, ég vissi að þetta yrði sérstök stund.“
,,Ég er metnaðarfullur og vil vera aðalþjálfari. Ég samþykkti að skrifa undir tveggja ára samning með því hugarfari að klára þann samning.“