Manchester United og Arsenal eru bæði að setja allt á fullt í það að reyna að smeja við Leroy Sane.
Hægt er að hefja viðræður við Sane í janúar en samningur hans við Bayern rennur út næsta sumar.
Þýski landsliðsmaðurinn er ekki í stóru hlutverki eftir að Vincent Kompany tók við.
Sane kom til Bayern frá Manchester City árið 2020 en hefur sjálfur viljað fara aftur til Englands.
Bild segir að United og Arsenal leggi gríðarlega áherslu á það að fá Sane.