Chelsea valtaði yfir lið Noah frá Armeníu í Sambandsdeildinni í gær en spilað var á Stamford Bridge.
Noah er miklu minna lið en Chelsea og átti aldrei roð í andstæðinga sína en leiknum lauk með 8-0 sigri heimaliðsins.
Noah mun fá auðveldari leik í næstu umferð en þá fær liðið Víking Reykjavík í heimsókn á sinn heimavöll.
Ummæli Rui Mota, þjálfara Noah, hafa vakið athygli en það kom aldrei til greina fyrir hann að leggja rútunni gegn enska stórliðinu.
,,Við að leggja rútunni? Aldrei. Við spilum okkar leik. Við vitum að við vorum að spila gegn stórkostlegu liði,“ sagði Mota.
,,Við vitum að Chelsea er sigurstranglegra í leiknum. Við þurfum að líta í eigin barn og skilja hvað gerðist.“
,,Hins vegar þá kom það aldrei til greina að verjast og leggja rútunni, ekki undir minni stjórn.“