Jose Mourinho, stjóri Fenerbahce, hefur verið dæmdur í bann og þarf að borga um fjórar milljónir króna í sekt eftir ummæli sem hann lét falla á dögunum.
Mourinho var hundfúll með dómgæsluna í leik sinna manna við Trabzonspor í Tyrklandi og baunaði á Atilla Karaoglan sem var í VAR herberginu í leiknum.
Mourinho lét í sér heyra eftir leik en hans menn náðu að kreista fram sigur og höfðu betur 1-0 með marki frá Sofyan Amrabat.
Mourinho þarf að borga um 22 þúsund pund í sekt fyrir hegðun sína og var þá dæmdur í eins leiks bann.
,,Maður leiksins er VAR dómarinn Atilla Karaoglan. Við fengum ekki að sjá hann. Við viljum ekki fá hann aftur því það er vond lykt af þessu,“ sagði Mourinho.
,,Við viljum ekki sjá hann dæma okkar leiki á vellinum og það væri verra að sjá hann í VAR herberginu.“