fbpx
Föstudagur 08.nóvember 2024
433Sport

Kristján lenti í lygilegu atviki í Krónunni – Þekktur maður gólaði í símann hvað væri verið að bjóða honum í laun

433
Föstudaginn 8. nóvember 2024 08:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristján Óli Sigurðsson, sérfræðingur Þungavigtarinnar var á vappi um Krónuna í fyrradag þegar Jökull Andrésson, knattspyrnumaður var að ræða launin sín í símann.

Jökull er án félags eftir að hafa rift samningi sínum við Reading á Englandi, hann var á láni hjá Aftureldingu í sumar og hjálpaði liðinu að komast upp. Jökull er orðaður við endurkomu í Aftureldingu.

„Þetta var rosalegasta sem ég hef lent í, ég veit ekki hvað ég ætla að gefa upp,“ sagði Kristján í síðasta þætti Þungavigtarinnar.

Hann segir svo frá því hvernig Jökull gólaði í símann hvað væri verið að bjóða honum fyrir að skrifa undir.

„Ég ætla að biðja fólk og menn sem eru að semja um kaup og kjör að vera ekki í Krónunni í Vallarkór, að segja hvað þú fáir í sign on fee hér og þar. Ég var að í frosnu ávöxtunum og hann var hinu megin við kælirinn, hann var gargandi hvað hann fengi fyrir að skrifa undir.“

„Ég ætla ekki með töluna í loftið, þetta var það fyrsta sem ég heyrði.  Hann labbaði í hringi þegar hann sá mig.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Bannið orðið að fimm leikjum

Bannið orðið að fimm leikjum
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Elskar glamúr og glæsileika en gæti forðast London – Var í sambandi með þjóðþekktri konu í borginni

Elskar glamúr og glæsileika en gæti forðast London – Var í sambandi með þjóðþekktri konu í borginni
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ætla að reyna að kaupa Trent frá Liverpool í janúar

Ætla að reyna að kaupa Trent frá Liverpool í janúar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Tvö mál í sumar bjuggu til pirring hjá Edu og Arsenal – Misstu eitt mesta efnið

Tvö mál í sumar bjuggu til pirring hjá Edu og Arsenal – Misstu eitt mesta efnið
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ísland í áhugaverðum riðli í Þjóðadeildinni

Ísland í áhugaverðum riðli í Þjóðadeildinni
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Gylfi skilur ekki af hverju Kristian er ekki í stærra hlutverki í landsliðinu

Gylfi skilur ekki af hverju Kristian er ekki í stærra hlutverki í landsliðinu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Skoða það að rifta samningi Neymar

Skoða það að rifta samningi Neymar
433Sport
Í gær

United og Chelsea leiða kapphlaupið um markavélina

United og Chelsea leiða kapphlaupið um markavélina