Hermann Hreiðarsson er að taka við liði HK í Lengjudeild karla en þetta fullyrðir Kristján Óli Sigurðsson.
Kristján er einn af þáttastjórnendum Þungavigtarinnar sem er einn vinsælasti hlaðvarpsþáttur landsins.
Kristján segist hafa öruggar heimildir fyrir því að Hermann sé að skrifa undir hjá HK og taki við í Kórnum fyrir næsta tímabil.
Hermann kom ÍBV í efstu deild karla í sumar en ákvað að stíga til hliðar eftir að tímabilinu lauk.
Ómar Ingi Guðmundsson þjálfaði HK í sumar en mistókst að halda liðinu í efstu deild.
Samkvæmt öruggum heimildum Höfðingjans verður Hermann Hreiðarsson næsti þjálfari HK.#HeimavinnaHöfðingjans pic.twitter.com/VWS5xOhZsR
— Kristján Óli Sigurðsson (@kristjanoli) November 8, 2024