„Þetta eru mikilvægir leikir, við gætum verið með fleiri stig. Við höfum spilað vel gegn báðum liðum hér heima, ég er vongóður,“ segir Age Hareide landsliðsþjálfari Íslands í samtali við 433.is um komandi landsleiki gegn Svartfjallalandi og Wales í Þjóðadeildinni.
Undir stjórn Age hefur liðið sýnt á köflum frábæra takta en stöðugleika hefur vantað í leik liðsins.
„Það hafa komið góðar hálfleikar en of mörg mistök sem drepa þig í landsliðsfótbolta. Vonandi fer þetta að koma.“
Gylfi Þór Sigurðsson átti að vera í hópnum en hann gaf ekki kost á sér. „Við ræddum saman, hann átti að vera í hópnum en persónulegar ástæður sem við virðum. Vonandi kemur hann til baka.“
Aron Einar Gunnarsson snýr aftur eftir að hafa komið sér vel af stað í Katar, sá norski fagnar endurkomu hans. „Ég hef verið í sambandi við Aron allt ferlið, hann vill ólmur spila með okkur og okkur vantar hann sem leiðtoga. Vonandi er hann klár í slaginn.“
Birkir Bjarnason var í viðtali við Morgunblaðið í dag þar sem hann ræddi það að vera ekki lengur í hópnum hjá landsliðinu. „Ég get skilið það, ég þekki Birki og hann vill spila fyrir landsliðið. Við höfum valið aðra leikmenn.“
Framtíð Hareide virðist í lausu lofti en KSÍ getur sagt upp samningi hans í lok mánaðar. Hann segist ekkert hafa ákveðið um sína framtíð. „Ég hef ekki ákveðið neitt, ég hef verið á eins árs samningi frá því ég kom og vildi það þannig. Við setjum niður og ræðum þetta.“