fbpx
Miðvikudagur 04.desember 2024
433Sport

Hareide ræðir framtíð sína með landsliðið – „Við setjum niður og ræðum þetta“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 8. nóvember 2024 17:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta eru mikilvægir leikir, við gætum verið með fleiri stig. Við höfum spilað vel gegn báðum liðum hér heima, ég er vongóður,“ segir Age Hareide landsliðsþjálfari Íslands í samtali við 433.is um komandi landsleiki gegn Svartfjallalandi og Wales í Þjóðadeildinni.

video
play-sharp-fill

Undir stjórn Age hefur liðið sýnt á köflum frábæra takta en stöðugleika hefur vantað í leik liðsins.

„Það hafa komið góðar hálfleikar en of mörg mistök sem drepa þig í landsliðsfótbolta. Vonandi fer þetta að koma.“

Gylfi Þór Sigurðsson átti að vera í hópnum en hann gaf ekki kost á sér. „Við ræddum saman, hann átti að vera í hópnum en persónulegar ástæður sem við virðum. Vonandi kemur hann til baka.“

Aron Einar Gunnarsson snýr aftur eftir að hafa komið sér vel af stað í Katar, sá norski fagnar endurkomu hans.  „Ég hef verið í sambandi við Aron allt ferlið, hann vill ólmur spila með okkur og okkur vantar hann sem leiðtoga. Vonandi er hann klár í slaginn.“

Birkir Bjarnason var í viðtali við Morgunblaðið í dag þar sem hann ræddi það að vera ekki lengur í hópnum hjá landsliðinu. „Ég get skilið það, ég þekki Birki og hann vill spila fyrir landsliðið. Við höfum valið aðra leikmenn.“

Framtíð Hareide virðist í lausu lofti en KSÍ getur sagt upp samningi hans í lok mánaðar. Hann segist ekkert hafa ákveðið um sína framtíð. „Ég hef ekki ákveðið neitt, ég hef verið á eins árs samningi frá því ég kom og vildi það þannig. Við setjum niður og ræðum þetta.“

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Fyrrum framkvæmdastjóri Vals fagnar því að menn flýti sér hægt á Híðarenda – „Það er verið að breyta til“

Fyrrum framkvæmdastjóri Vals fagnar því að menn flýti sér hægt á Híðarenda – „Það er verið að breyta til“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Ancelotti sagður pirraður út í Real Madrid

Ancelotti sagður pirraður út í Real Madrid
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

England: Mateta hetja Palace

England: Mateta hetja Palace
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Pabbi Terry reyndi að koma honum til Manchester United

Pabbi Terry reyndi að koma honum til Manchester United
433Sport
Í gær

Horfa til Portúgal í leit að arftaka

Horfa til Portúgal í leit að arftaka
433Sport
Í gær

Athæfi Mourinho fer eins og eldur um sinu – Sjáðu hvað hann gerði við aðstoðarmann sinn í gær

Athæfi Mourinho fer eins og eldur um sinu – Sjáðu hvað hann gerði við aðstoðarmann sinn í gær
433Sport
Í gær

Slot virðist svara spurningu sem margir hafa velt fyrir sér

Slot virðist svara spurningu sem margir hafa velt fyrir sér
433Sport
Í gær

Sjáðu viðbrögð stjörnunnar við furðulegri spurningu í gær

Sjáðu viðbrögð stjörnunnar við furðulegri spurningu í gær
Hide picture