Kristján Óli Sigurðsson sérfræðingur Þungavigtarinnar segir að mörg stórlið vilji Benóný Breka Andrésson framherja KR.
Kristján segir að lið á Englandi og Hollandi vilja framherjann öfluga sem sló markametið í efstu deild í sumar.
„Níurnar eru ekki á hverju strái, við erum að tala um Sunderland. Við erum að tala um Heerenveen, AZ Alkmaar og Utrecht í Hollandi,“ sagði Kristján í Þungavigtinni.
Kristján segir að eitthvað muni gerast á næstu vikum.
„Þeir eru á toppnum í Championship. Ég hugsa að á næstu tveimur vikum gerist eitthvað.“