Freyr Alexandersson og Arnar Gunnlaugsson eru nefndir til sögunnar sem möguleikar sem næsti landsliðsþjálfari.
Age Hareide er í starfi og er með samning út næsta ár. Hins vegar er uppsagnarákvæði í samningi hans sem er í gildi nú í nóvember.
Talsvert hefur verið rætt og ritað um það að KSÍ ætli að nýta sér það ákvæði en ekkert hefur verið staðfest.
Í hlaðvarpinu Dr. Football var rætt um það að Freyr og Arnar væru nú sterklega orðaðir við starfið.
Freyr er sagður hafa mikinn áhuga á starfinu en hann er í dag þjálfari Kortrijk í Belgíu. Arnar hefur verið orðaður við starfið síðustu vikur ákveði KSÍ að fara í breytingar.