Það voru margir sem spurðu spurninga í vikunni er Thomas Partey var ekki valinn í landsliðshóp Gana.
Otto Addo, landsliðsþjálfari Gana, hefur nú tjáð sig um valið en Partey er leikmaður Arsenal og er ein stærsta stjarna landsliðsins.
Addo ákvað að það væri best fyrir þennan landsleikjaglugga að velja Partey ekki í hópinn en Gana spilar gegn Angóla og Níger síðar í mánuðinum.
,,Ég ræddi við Thomas í einrúmi. Ég er þjálfari sem vill vernda sína leikmenn svo ég vona að þið sýnið mér og ákvörðuninni skilning,“ sagði Addo.
,,Fyrir mér þá er landsliðið eins og fjölskylda, ég ætla ekki að ræða vandamál opinberlega. Hann vildi vera með okkur en ég útskýrði fyrir honum af hverju ég gat ekki valið hann.“
,,Thomas verður ekki með landsliðinu en það segir ekkert um framhaldið. Ég vona að hann verði með í næsta landsleikjaglugga í mars.“