fbpx
Fimmtudagur 26.desember 2024
433Sport

Aldrei séð annað eins á ferlinum – ,,Þetta var stórfurðulegt“

Victor Pálsson
Föstudaginn 8. nóvember 2024 07:30

Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Unai Emery viðurkennir að hann hafi aldrei séð eins atvik og hann varð vitni að í fyrradag í leik Aston Villa og Club Brugge.

Leikið var í Belgíu í Meistaradeildinni en Brugge kom á óvart í viðureigninni og vann 1-0 útisigur.

Eina markið skoraði Hans Vanaken snemma í seinni hálfleik eftir að vítaspyrna var dæmd á Villa.

Ástæðan er sú að Tyrone Mings, varnarmaður Villa, tók boltann upp með höndunum innan teigs eftir sendingu frá markmanninum Emiliano Martinez.

,,Þessi mistök voru virkilega undarleg. Ég hef aldrei séð önnur eins mistök á mínum ferli,“ sagði Emery en Mings hélt að boltinn væri ekki í leik er hann fékk sendinguna.

,,Við reynum að spila með því hugarfari að halda boltanum og reyna að stöðva þá í að vera með boltann og við gerðum það vel í fyrri hálfleik.“

,,Þessi mistök voru stórfurðuleg. Þetta hefur aldrei gerst á mínum ferli í fótbolta.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Varð einn sá virtasti í margra milljarða iðnaði fyrir þrítugt – Svona var leið Fabrizio Romano á toppinn

Varð einn sá virtasti í margra milljarða iðnaði fyrir þrítugt – Svona var leið Fabrizio Romano á toppinn
433Sport
Fyrir 2 dögum

Tíu mest lesnu fréttir ársins – Málefni Alberts Guðmundssonar áberandi

Tíu mest lesnu fréttir ársins – Málefni Alberts Guðmundssonar áberandi
433Sport
Fyrir 2 dögum

Arteta spurður að því hvort hann ætli að bregðast við áfallinu á leikmannamarkaðnum

Arteta spurður að því hvort hann ætli að bregðast við áfallinu á leikmannamarkaðnum
433Sport
Fyrir 2 dögum

Róbert Frosti til Póllands?

Róbert Frosti til Póllands?