Unai Emery viðurkennir að hann hafi aldrei séð eins atvik og hann varð vitni að í fyrradag í leik Aston Villa og Club Brugge.
Leikið var í Belgíu í Meistaradeildinni en Brugge kom á óvart í viðureigninni og vann 1-0 útisigur.
Eina markið skoraði Hans Vanaken snemma í seinni hálfleik eftir að vítaspyrna var dæmd á Villa.
Ástæðan er sú að Tyrone Mings, varnarmaður Villa, tók boltann upp með höndunum innan teigs eftir sendingu frá markmanninum Emiliano Martinez.
,,Þessi mistök voru virkilega undarleg. Ég hef aldrei séð önnur eins mistök á mínum ferli,“ sagði Emery en Mings hélt að boltinn væri ekki í leik er hann fékk sendinguna.
,,Við reynum að spila með því hugarfari að halda boltanum og reyna að stöðva þá í að vera með boltann og við gerðum það vel í fyrri hálfleik.“
,,Þessi mistök voru stórfurðuleg. Þetta hefur aldrei gerst á mínum ferli í fótbolta.“