Ragnar Sigurðsson fyrrum landsliðsmaður í knattspyrnu hefur samið við AGF um að taka við U17 ára liði félagsins.
Ragnar hefur síðustu tvö ár verið aðstoðarþjálfari Fram og HK.
Ragnar tekur við starfinu af Niklas Backman sem verður nú nátengdari aðalliði AGF og á að hjálpa ungum leikmönnum að ná í gegn.
Ragnar spilaði 96 landsleiki fyrir Ísland og lék með FCK í Danmörku á farsælum ferli sínum.
„Við fórum í gegnum gott ferli með Ragnari, hann heimsótti félagið með fjölskyldu sinni. Hann er sterkur karakter og mikla reynslu sem leikmaður,“ sagði Marc Søballe yfirmaður unglingastarfs AGF.