Robert Lewandowski er kominn með 99 mörk í Meistaradeildinni eftir leik Barcelona og Rauðu Stjörnunnar í gær.
Lewandowski hefur lengi verið einn besti markaskorari heims en hann hefur áður spilað með Dortmund og Bayern Munchen.
Pólverjinn komst tvisvar á blað í gær í 5-2 sigri og er nú aðeins einu marki frá því að komast í einstakan hóp leikmanna með 100 mörk eða fleiri í deild þeirra bestu.
Lewandowski er í þriðja sæti listans yfir þá markahæstu í sögunni á eftir Cristiano Ronaldo og Lionel Messi.
Ronaldo er með 140 mörk og Messi er með 129 mörk en þeir eru ekki að spila í Evrópu í dag.
Ronaldo spilar sinn fótbolta í Sádi Arabíu og þá er Messi með Inter Miami í Bandaríkjunum.