Forráðamenn Al-Hilal í Sádí Arabíu eru farnir að íhuga það alvarlega að rifta samningi Neymar í janúar.
Neymar meiddist aftan í læri á mánudag en hann er að koma til baka eftir að hafa slitið krossband.
Neymar er 32 ára gamall en samningur hans rennur út eftir tímabilið.
Forráðamenn Al-Hilal telja að Neymar muni ekki ná fyrri styrk á þessu tímabili og vilja því sækja sér annan leikmann.
Félagið myndi borga Neymar upp samninginn en hann þénar 23 milljarða á ári.