Chelsea rúllaði yfir andstæðinga sína í Sambandsdeildinni í kvöld en liðið spilaði við lið Noah frá Armeníu.
Chelsea var 6-0 yfir eftir fyrri hálfleikinn og var ljóst að gestirnir ættu aldrei roð í enska stórliðið í viðureigninni.
Chelsea bætti við tveimur mörkum í seinni hálfleik og hafði betur 8-0 og það mjög sannfærandi.
Áttunda mark Chelsea kom af vítapunktinum en Christopher Nkunku kom þar boltanum í netið örugglega.
Kiernan Dewsbury-Hall hafði fiskað vítaspyrnuna en enginn virðist skilja af hverju þessi spyrna var dæmt til að byrja með.
Miðjumaðurinn virtist sparka í leikmann Noah innan teigs og ákvað dómarinn að dæma víti fyrir heimaliðið.