Mjög undarlegt atvik átti sér stað í leik Aston Villa og Club Brugge í gær en spilað var í Belgíu.
Brugge kom mörgum á óvart og vann 1-0 sigur á enska liðinu þar sem Tyrone Mings var sökudólgurinn.
Mings ákvað að taka boltann upp með höndunum eftir sendingu frá markmanninum Emiliano Martinez sem var að taka markspyrnu.
Mings hélt að boltinn væri ekki í leik er hann fékk sendinguna en því miður fyrir hann og Villa þá var vítaspyrna dæmd.
Hans Vanaken skoraði úr spyrnunni til að tryggja Brugge sigur en atvikið má sjá hér.
Tyrone Mings has to be trolling. Wtf was he doing pic.twitter.com/LPLMgPT0yT
— Lukey SZN 🚀 (@LukeConnerton) November 6, 2024