Erling Haaland á ekki bara aðdáendur hann á einnig sína ‘óvini’ en hann birti færslu á Instagram í gær.
Haaland tjáði sig þar eftir leik Manchester City og Sporting sem fór fram í Meistaradeildinni á þriðjudag.
Sporting tók á móti City í þessum leik og kom öllum á óvart og vann 4-1 sigur þar sem Haaland klúðraði vítaspyrnu.
,,Það er aðeins ein leið til að horfa fram veginn eftir gærkvöldið – að leggja sig meira fram og koma sterkari til baka,“ sagði Haaland á Instagram.
Ákveðin hrekkjusvín hafa látið Haaland heyra það fyrir þessi ummæli og eru handvissir um að hann sjálfur hafi ekkert með aðganginn að gera.
Þessi hrekkjusvín eru á því máli að Haaland sjái um engan af sínum samskiptamiðlum og að skilaboð sem þessi geri ekkert nema villa fyrir fólki og hans aðdáendum.
,,Annað hvort ertu leiðinlegasti maður í heimi eða einhver er að stjórna þessum aðgangi fyrir þig,“ skrifaði einn við færslu Haaland.
Fleiri taka undir: ‘Þú getur ekki verið svona súr og leiðinlegur náungi. Almáttugur,‘ skrifar ananr og bætir sá þriðji við: ‘Máttu ekki tjá þig opinberlega? Þetta eru ekki tilfinningar, þetta er grín.’