Það er talað um að starf Carlo Ancelotti sé í hættu en hann er stjóri Real Madrid og hefur gert frábæra hluti með félagið.
Gengi liðsins á tímabilinu hefur hins vegar verið fyrir neðan væntingar og er pressa farin að myndast eftir tap heima gegn AC Milan í Meistaradeildinni í vikunni.
Real tapaði 3-1 á Santiago Bernabeu og tapaði þá deildarleik gegn Barcelona einnig á heimavelli 4-0 gegn Barcelona.
Ancelotti hefur nú fengið afskaplega slæmar fréttir en ljóst er að miðjumaðurinn Aurelien Tchouameni verður frá í næstu leikjum vegna meiðsla.
Tchouameni er mikilvægur hlekkur á miðju Real en möguleiki er á að hann sé búinn að spila sinn síðasta leik á árinu.
Zinedine Zidane, fyrrum stjóri Real, er orðaður við endurkomu en það yrði þá í fjórða sinn sem hann semur við félagið sem leikmaður eða þjálfari.