Enska úrvalsdeildin hefur dæmt vængmanninn Mohamed Kudus í fimm leikja bann fyrir að missa hausinn í leik gegn Tottenham.
Frá þessu greinir sambandið sjálft en Kudus fékk beint rautt spjald í leik West Ham og Tottenham nýlega.
Kudus var upphaflega dæmdur í þriggja leikja bann en hann hefur nú verið dæmdur í fimm leikja bann í staðinn.
Það eru afskaplega slæmar fréttir fyrir West Ham en liðið er í miklu veseni í úrvalsdeildinni og þarf á sínum bestu mönnum að halda.
Kudus missti hausinn algjörlega undir lok leiks gegn Tottenham en hann sló til að mynda Micky van de Ven, varnarmann Tottenham, í andlitið.
Þá hefur leikmaðurinn verið sektaður um 60 þúsund pund en hann hefur sjálfur beðist afsökunar á sinni hegðun.