Arsenal tapaði sínum fyrsta leik í Meistaradeild Evrópu á þessu tímabili í kvöld er liðið mætti Inter Milan.
Leikurinn var engin frábær skemmtun en eitt mark var skorað og það gerði Hakan Calhanoglu fyrir heimamenn.
Arsenal fékk á sig vítaspyrnu undir lok fyrri hálfleiks og skoraði Tyrkinn öflugi úr spyrnunni til að tryggja sigur.
Annað enskt lið, Aston Villa, tapaði einnig en liðið lá óvænt 1-0 gegn Club Brugge frá Belgíu á útivelli.
Atletico Madrid vann Paris Saint-Germain 2-1 á útivelli þar sem Angel Correa gerði sigurmarkið í uppbótartíma.
Barcelona skoraði fimm í 5-2 sigri á Crvena zvezda eða Rauðu Stjörnunni þar sem Raphinha og Robert Lewandowski áttu frábæran leik.
Bayern Munchen vann lið Benfica 1-0, Feyenoord tapaði heima 3-1 gegn Salzburg, Sparta Prag tapaði einnig heima gegn Brest og þá sótti Atalanta þrjú stig til Þýskalands í leik gegn Stuttgart.