Þónokkrir stuðningsmenn Arsenal eru á því máli að liðið hafi átt að fá vítaspyrnu í kvöld gegn Inter Milan.
Búið er að flauta til hálfleiks í þessum leik en staðan er 1-0 fyrir heimaliðinu frá Ítalíu.
Inter fékk vítaspyrnu undir lok fyrri hálfleiks en þar gerðist Mikel Merino brotlegur innan teigs – boltinn fór í hönd leikmannsins.
Fyrir það vildu stuðningsmenn Arsenal meina að þeir ættu að fá vítaspyrnu fyrir brot á einmitt Merino innan teigs.
Yann Sommer sló í höfuð Merino innan teigs er hann kýldi boltann burt eins og má sjá hér.
O goleiro adversário SOCA a cabeça do Merino. Em nenhum momento ele encosta na bola. Isso é pênalti cristalino. Que vergonha! pic.twitter.com/omZcjbNjAh
— Mateus Duque 🔴⚪️ (@duquegooner) November 6, 2024