Lið í ensku úrvalsdeildinni ætla að fara í skaðabótamál ef Manchester City verður dæmt fyrir brotin sem félagið er sakað um.
Óháður dómstóll fer nú yfir mál ensku úrvalsdeildarinnar þar sem City er ákært í 115 liðum.
City er sakað um að hafa fegrað bókhaldið hjá sér í mörg ár og brotið þar með reglur um fjármögnun félaga.
Ef City verður dæmt fyrir brot sín telja félög í ensku deildinni að þau eigi inni skaðabætur. Times segir frá þessu.
Félögin telja að allur árangur City sé þá byggður á fölskum forsendum og að þau hafi tapað fjármunum á því.