fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
433Sport

Gunnar og Ívar áfram með KR og koma báðir inn í meira starf

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 5. nóvember 2024 15:00

Mynd/KR

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Einarsson og Ívar Ingimarsson hafa skrifað undir áframhaldandi samning við KR og munu stýra kvennaliði félagsins á næstu leiktíð.

Gunnar og Ívar voru með liðið í sumar og komu liðinu upp um deild og munu þeir því stýra liðinu í Lengjudeildinni næsta sumar.

Á sama tíma var einnig gengið frá samningi við Gunnar að hann verði yfirþjálfari yngri flokka kvenna og Ívar mun stýra afreksþjálfun félagsins.

„Það er mikið gleðilefni að tilkynna um áframhaldandi ráðningar þeirra Gunnars Einarssonar og Ívars Ingimarssonar en þeir munu áfram stýra meistaraflokki kvenna á komandi tímabili. Þá mun Gunnar jafnfram gegna starfi yfirþjálfara yngri flokka kvenna og Ívar sem afrekarsþjálfari. Þá félaga þarf vart að kynna fyrir KR-ingum. Gunnar lék m.a. um árabil með meistaraflokki KR en Gunnar hefur þjálfað hjá okkur undanfarin ár. Ívar er þaulreyndur fyrrum landsliðsmaður sem lék sem atvinnumaður um árabil. Ívar á að baki 73 leiki í ensku úrvaldsdeildinni og mun fleiri í enskri deildarkeppni. Það er ljóst að leikmenn okkar eru í góðum höndum og bindum við miklar vonir við áframhaldandi samstarf.“ segir Páll Kristjánsson formaður knd. KR.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

FH-ingar að missa annan lykilmann

FH-ingar að missa annan lykilmann
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Osimhen og tveir aðrir orðaðir við Manchester United

Osimhen og tveir aðrir orðaðir við Manchester United
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sparkar heimsfrægum kærastanum og snýr aftur í Love Island

Sparkar heimsfrægum kærastanum og snýr aftur í Love Island
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Arnar og Sævar lýsa yfir áhyggjum vegna stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar – „Virðist varla vera til“

Arnar og Sævar lýsa yfir áhyggjum vegna stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar – „Virðist varla vera til“
433Sport
Í gær

Gaf skondið svar þegar hann var spurður út í titilbaráttuna: ,,Veit ekki einu sinni hvað það er“

Gaf skondið svar þegar hann var spurður út í titilbaráttuna: ,,Veit ekki einu sinni hvað það er“
433Sport
Í gær

Fólk má ekki sofa á Mbappe – ,,Hef alltaf sagt það“

Fólk má ekki sofa á Mbappe – ,,Hef alltaf sagt það“
433Sport
Í gær

England: United fékk skell á Old Trafford – Chelsea mistókst að skora

England: United fékk skell á Old Trafford – Chelsea mistókst að skora
433Sport
Í gær

Byrjunarlið Tottenham og Liverpool – Gakpo byrjar

Byrjunarlið Tottenham og Liverpool – Gakpo byrjar