Stuðningsmenn Sporting Lisbon voru að kveðja Ruben Amorim sem stýrði liðinu gegn Manchester City í Meistaradeild Evrópu. Um var að ræða hans síðasta heimaleik sem stjóri liðsins.
Sporting vann ótrúlegan 4-1 sigur eftir að hafa lent undir í leiknum.
Viktor Gyökeres skoraði þrennu í leiknum en Amorim tekur við Manchester United á mánudag. Tvö af mörkum Gyökeres komu af vítapunktinum en í stöðunni 3-1 fyrir heimamenn klikkaði Erling Haaland á vítaspyrnu.
Liverpool vann auðveldan 4-0 sigur á Bayer Leverkusen þar sem Luis Diaz og Cody Gakpo voru á skotskónum í síðari hálfleik. Diaz skoraði þrennu.
Allt er í klessu hjá Real Madrid sem tapaði 1-3 gegn AC Milan á heimavelli, mikil pressa er að byggjast upp á Kylian Mbappe og félaga.
William Cole Campbell kom við sögu síðustu tíu mínúturnar hjá Dortmund í sigri gegn Sturm Graz. Markið var skorað eftir að Íslendingurinn kom við sögu, Campbell er 18 ára en hann er með íslenskt og bandarískt vegabréf. Þetta var hans fyrsti leikur í Meistaradeildinni.
Celtic vann auðveldan og góðan sigur á RB Leipzig sem kom mörgum á óvart. Úrslit kvöldsins eru hér að neðan.
Úrslit kvöldsins:
PSV 4 – 0 Girona
Slovan Bratislava 1 – 4 Dynamo Zagreb
Bologna 0 – 1 Monaco
Dortmund 1 – 0 Sturm Graz
Celtic 3 – 1 Leipzig
Lille 1 – 1 Juventus
Liverpool 2 – 0 Leverkusen
Sporting 4 – 1 Manchester City
Real Madrid 1 – 3 AC Milan