Sir Jim Ratcliffe einn eigandi Manchester United hefur ekki mikið álit á leikmannahópi félagsins og segir að breytinga sé þörf.
Ummæli hans vekja mikla athygli en hann lét þau falla fyrir leik liðsins gegn Chelsea í gær.
Ratcliffe var þá mættur að fylgjast með INEOS liðinu sínu keppa í America’s Cup sem er siglingakeppni.
„Það er þannig að þú vinnur ekki America’s Cup. nema með bát sem getur unnið, þetta er eins í Formúlu 1,“ sagði Ratcliffe.
INEOS liðið var langt frá sigri í þessari keppni og Ratcliffe kennir bátnum um.
„Í fótbolta, er þetta eins með hópinn. Þú vinnur ekkert með hóp ef hópurinn þinn er ekki nógu góður, gæðin á hópnum eru eins og báturinn,“ sagði Ratcliffe.
Nahhhh Ratcliffe hates our squad 😭😭 pic.twitter.com/RyxvITK0zk
— Frank🧠🇵🇹 (fan) (@AmorimEra_) November 3, 2024