Grindavík hefur og mun á næstunni æfa í Kaplakrika, líklegt er að liðið muni æfa þar í vetur. Þetta staðfestir Davíð Þór Viðarsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá FH við 433.is.
Fram kom í Þungavigtinni í dag að Grindavík myndi æfa og spila í Kaplakrika á næstu leiktíð.
Davíð segir mjög ólíklegt að Grindavík spili í Kaplakrika næsta sumar. „Þeir æfa hérna núna þegar meistaraflokkarnir okkar eru í frí og svo er verið að skoða framhaldið. Mér finnst mjög ólíklegt að þeir spili hérna næsta sumar,“ sagði Davíð við 433.is.
Grindavík lék í Safamýri síðasta sumar á meðan Grindavík var lokuð, nú er búið að opna Grindavík og ekki óhugsandi að liðið geti spilað á heimavelli næsta sumar. Staðfest hefur verið að Grindavík verði ekki áfram í Safamýri.
Davíð segir ólíklegt að völlurinn í Kaplakrika myndi ráða við þrjá meistaraflokka næsta sumar.
Kvennalið Grindavíkur hefur sameinast Njarðvík og mun spila þar næsta sumar en óljóst er eins og staðan er hvar karlalið Grindavíkur verður.