Ryan Giggs fyrrum leikmaður Manchester United gæti verið að landa starfi í þjálfun eftir rúmlega tveggja ára hlé frá því.
Það eru hæg heimatökin fyrir Giggs því hann gæti verið að byrja að starfa hjá Salford City þar sem hann er eigandi og yfirmaður knattspyrnumála.
Giggs ásamt Gary Neville, Phil Neville, David Beckham, Nicky Butt og Paul Scholes eiga félagið.
Giggs hætti með Wales eftir að fyrrum unnusta hans kærði hann fyrir ofbeldi í sambandi. Málið var fellt niður.
Giggs hefur undanfarið verið að aðstoða Karl Robinson stjóra Salford og segja ensk blöð að hann gæti nú komið inn sem aðstoðarþjálfari.