Samkvæmt fréttum í dag hafa forráðamenn Sporting Lisbon talsverðar áhyggjur af því að Ruben Amorim muni reyna að fá fjóra leikmenn félagsins til Manchester United.
Amorim tekur við Manchester United eftir viku en ekki er búist við því að hann geti fengið leikmenn í janúar.
Mest er talað um að hann vilji fá Viktor Gyokeres sem hefur skorað tuttugu mörk á þessu tímabili í öllum keppnum.
Gyokeres er sænskur framherji en hann lék áður með Coventry á Englandi í næst efstu deild.
Goncalo Inacio er miðvörður sem er nú mikið orðaður við United en hann er örfættur varnarmaður sem gæti hentað í þriggja manna varnarlínu Amorim.
Þá eru Pedro Goncalves og Marcus Edwards einnig nefndir til sögunnar en þeir spila á miðju og á kantinum.