Frank Lampard kemur til greina sem næsti stjóri Roma, eigendur félagsins eru sagðir hrifnir af því að ráða hann til starfa.
Ivan Juric tók við Roma þegar tímabilið var farið af stað, Daniele De Rossi var þá rekinn og Juric tók við.
Juric hefur ekki náð að bæta gengi Roma og The Friedkin Group sem á félagið skoðar breytingar.
The Friedkin Group er að kaupa Everton og eftir samtal við fólk þar er Lampard að koma til greina hjá Roma.
Vel er talað um Lampard hjá Everton og því eru eigendur Roma að skoða það að ráða Lampard.
Lampard hefur verið án starfs í meira en ár en hann var þá stjóri Chelsea um stutta stund eftir að hafa verið rekinn hjá Everton.