Erik ten Hag tók sér ekki langt frí frá því að horfa á fótbolta en hann var mættur á leik Heracles og NAC Breda í hollensku úrvalsdeildinni um helgina.
Ten Hag var rekinn frá Manchester United á mánudag og var mættur á völlinn í heimalandinu um helgina.
Ten Hag var rekinn frá United eftir slæmt gengi en hann getur þó huggað sig við milljarðana þrjá sem hann fékk við brottreksturinn.
Íslenski framherjinn Elías Már Ómarsson er á mála hjá NAC Breda en liðið tapaði leiknum, Elías hefur skorað tvö mörk í ellefu leikjum á þessu tímabili.
Ten Hag stýrði United í rúm tvö ár en undir hans stjórn vann liðið enska bikarinn og enska deildarbikarinn, slakt gengi í deildinni og Evrópu varð honum að falli.
Ruben Amorim tekur við starfinu af honum en Ruud van Nistelrooy stýrir United nú tímabundið.
🚨📸 – Ten Hag was pictured attending a match in the Dutch Eredivisie between Heracles Almelo and NAC Breda today! ❤️ pic.twitter.com/xtlL14ERSn
— Frank🧠🇵🇹 (fan) (@AmorimEra_) November 2, 2024