Forráðamenn West Ham hafa látið Julen Lopetegui stjóra liðsins vita af því að úrslitin verði að batna ef hann vill halda starfi.
Lopetegui tók við West Ham í sumar eftir að félagið taldi breytinga þörf. David Moyes var látin fara í sumar.
Lopetegui var sá útvaldi en gengi West Ham hefur ekki verið gott en liðið fékk 3-0 skell gegn Nottingham Forest um helgina.
Lopetegui var áður stjóri Wolves en hann hefur einnig á ferli sínum stýrt Real Madrid og fleiri liðum.
West Ham er í fjórtánda sæti ensku úrvalsdeildarinnar með ellefu stig.