Nicolas Jackson, leikmaður Chelsea, er duglegur að segja við fólk að hann sé ‘enginn’ í dag miðað við goðsögnina Didier Drogba,
Daily Mail greinir frá en Jackson hefur spilað virkilega vel í vetur og er aðalmaðurinn í fremstu víglínu Chelsea.
Drogba er í guðatölu á meðal stuðningsmanna Chelsea en það eru dágóð ár síðan hann lagði skóna á hilluna.
Jackson vill ekki að fólk sé að líkja sér saman við Drogba en þeir upplifðu báðir nokkuð erfiða tíma til að byrja með í London áður en gagnrýnisröddum var svarað.
Jackson er mikill aðdáandi Drogba sem kemur frá Fílabeinsströndinni en hann er sjálfur landsliðsmaður Senegal.
Jackson er þá í treyju númer 15 hjá Chelsea sem er sama númer og Drogba notaði á sínum tíma áður en hann færði sig yfir í 11.
Samkvæmt Mail þá segist Jackson ekki eiga roð í Drogba í dag og að hann þurfi að gera mikið meira til að komast á sama stall.