Það er gríðarlegur rottugangur í Manchester borg þessa dagana eins og greint var frá fyrr í mánuðinum.
Ófáar rottur fundust á veitingastað í Manchester sem vakti athygli en um var að ræða mjög vinsælan stað í borginni.
Nú hefur birst mynd af dauðri rottu á Old Trafford en samkvæmt Goal þá var hún fundin undir sæti á leikvanginum.
Maður að nafni Connor Lomas birti myndina á Twitter eða X síðu sinni en hann borgaði sig inn á leik gegn Bodo/Glimt í vikunni.
Þessi aðili borgaði um 11 þúsund krónur fyrir sæti í stúkunni en það sem tók á móti honum var svo sannarlega ekki fallegt.
Afskaplega óhuggulegt eins og má sjá í færslunni hér fyrir neðan.
#mufc will let anyone in Old Trafford for £66, including dead animals apparently. Block N3401@dipsMUFC @MUFamilyStand @OhCheesesChrist @mufcaways_ pic.twitter.com/VpKPPgE3wK
— Connorlomas (@Connor_Lomas) November 28, 2024
sv