Það voru tvær þrennur í boði í ensku úrvalsdeildinni í dag en tveir markaleikir fóru fram.
Justin Kluivert skoraði þrennu fyrir Bournemouth sem vann góðan 4-2 útisigur á Wolves en öll hans mörk voru af vítapunktinum.
Kevin Schade skoraði þrennu fyrir Brentford á sama tíma sem fór létt með Leicester og vann 4-1 sigur eftir að hafa lent undir.
Crystal Palace bjargaði þá jafntefli á lokasekúndunum gegn Newcastle og Nottingham Forest lagði nýliða Ipswich, 1-0 með marki Chris Wood.
Wolves 2 – 4 Bournemouth
0-1 Justin Kluivert(‘3, víti)
1-1 Jorgen Strand Larsen(‘5)
1-2 Milos Kerkez(‘8)
1-3 Justin Kluivert(’18)
2-3 Jorgen Strand Larsen(’69)
2-4 Justin Kluivert(’74)
Brentford 4 – 1 Leicester
0-1 Facundo Buananotte(’25
1-1 Yoane Wissa(’25)
2-1 Kevin Schade(’45)
3-1 Kevin Schade(’45)
4-1 Kevin Schade(’59)
Crystal Palace 1- 1 Newcastle
0-1 Marc Guehi(’53, sjálfsmark)
1-1 Daniel Munoz(’94)
Nottingham Forest 1 – 0 Ipswich
1-0 Chris Wood(’49, víti)