Fyrri hálfleikurinn í leik West Ham og Arsenal í dag var afskaplega mikil skemmtun en leikið var í London á heimavelli þess fyrrnefnda.
Það stefndi allt í að Arsenal myndi valta yfir heimaliðið í leiknum eftir að hafa komist í 4-0 eftir 36 mínútur.
West Ham svaraði þó fyrir sig eftir fjórða mark Arsenal og skoraði tvö mörk á tveimur mínútum.
Aaron Wan-Bissaka skoraði það fyrra eftir fína sókn áður en Emerson kom knettinum í netið beint úr aukaspyrnu.
Bukayo Saka skoraði síðar fimmta mark Arsenal undir lok fyrri hálfleiks úr vítaspyrnu sem var önnur vítaspyrna gestaliðsins í leiknum.
Eftir sjö mörk í fyrri hálfleik var seinni hálfleikurinn mikil vonbrigði en fleiri mörk voru ekki skoruð og lokatölur, 2-5.
Hér má sjá einkunnir Sky Sports úr viðureigninni.
West Ham: Fabianski (5), Wan-Bissaka (7), Todibo (5), Kilman (5), Emerson (7), Soler (6), Soucek (6), Paqueta (6), Summerville (5), Antonio (6), Bowen (6).
Varamenn: Alvarez (6), Coufal (6), Ings (6), Rodriguez (6), Irving (6).
Arsenal: Raya (6), Timber (7), Saliba (7), Gabriel (7), Calafiori (6), Jorginho (7), Rice (7), Odegaard (8), Saka (9), Havertz (8), Trossard (8).
Varamenn: Kiwior (6), Zinchenko (6), Jesus (6), Sterling (6)