Það er fram grannaslagur í ensku úrvalsdeildinni í dag er West Ham fær lið Arsenal í heimsókn.
Arsenal er fyrir leikinn mun sigurstranglegra liðið og með sigri fer liðið í annað sætið á eftir aðeins Liverpool.
West Ham hefur verið að minna á sig undanfarið og hefur aðeins tapað einum af síðustu fjórum deildarleikjum sínum.
Hér má sjá byrjunarliðin í dag.
West Ham: Fabianski; Wan-Bissaka, Todibo, Kilman, Emerson; Soucek; Bowen, Paquetá, Carlos Soler, Summerville; Antonio
Arsenal: David Raya; Timber, Saliba, Gabriel, Calafiori; Odegaard, Rice, Jorginho; Saka, Havertz, Trossard