fbpx
Fimmtudagur 26.desember 2024
433Sport

Vongóðir fyrir sumarið en verðið gæti reynst of mikið – Var metinn á 100 milljónir

Victor Pálsson
Sunnudaginn 3. nóvember 2024 13:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tyrknenska stórliðið Galatasaray gerir sér vonir um að fá að kaupa sóknarmanninn Victor Osimhen endanlega næsta sumar.

Frá þessu greinir tyrknenski miðillinn Sozcu en um er að ræða 25 ára gamlan framherja sem er hjá félaginu í láni hjá Napoli.

Osimhen hefur heillað á undanförnum vikum en hann hefur áður verið orðaður við stórlið eins og Manchester United, Arsenal og Chelsea.

Chelsea var nálægt því að fá Osimhen í sínar raðir í sumar en hann endaði á að krota undir hjá Galatasaray út tímabilið.

Osimhen er talinn vilja spila í sterkari deild næsta sumar en Galatasaray er vongott um að geta keypt leikmanninn endanlega.

Napoli heimtaði 100 milljónir evra í sumar en Galatasaray er tilbúið að borga 50 milljónir sem gæti reynst of lítil upphæð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Tveir meiddir og Arsenal sagt horfa til Frakklands

Tveir meiddir og Arsenal sagt horfa til Frakklands
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Sást í Sádi Arabíu en virðist vera í ágætum málum – ,,Nú erum við að bíða“

Sást í Sádi Arabíu en virðist vera í ágætum málum – ,,Nú erum við að bíða“