Arne Slot, stjóri Liverpool, segir að það hafi verið ‘sérstakt’ að sjá Arsenal tapa gegn Newcastle í hádeginu í gær.
Arsenal heimsótti Newcastle á St. James’ Park og þurfti að sætta sig við 1-0 tap og var frammistaðan ekki of heillandi.
Slot og hans menn unnu Brighton stuttu síðar og tryggðu sér toppsætið í bili með 2-1 sigri.
Manchester City var á toppnum fyrir umferðina en meistararnir töpuðu einnig og þá 2-1 gegn Bournemouth.
,,Þetta er sérstakt því við spiluðum við Arsenal í síðustu viku og þetta er lið með skýra hugmyndafræði í sínum leikjum,“ sagði Slot.
,,Við höfum spilað við tvö topplið á stuttum tíma og þurftum að koma til baka og bjarga stigi. Dagurinn í dag gaf okkur mikið en ekki bara vegna úrslita annarra liða.“