Shay Given, fyrrum markvörður Newcastle, missti sig heldur betur í gær er hann horfði á leik liðsins við Arsenal.
Given spilaði 354 leiki fyrir Newcastle í deild á sínum tíma og er svo sannarlega goðsögn í augum félagsins og þeirra stuðningsmanna.
Given sá Newcastle vinna 1-0 sigur á Arsenal í gær þar sem Alexander Isak skoraði eina mark leiksins.
Írinn missti aðeins stjórnina í setti BBC er hann fylgdist með leiknum og endaði á að sparka í borð í útsendingunni.
Borðið tók þónokkuð högg og skemmdist í kjölfarið en Given baðst sjálfur afsökunar á hegðun sinni.
Myndband af þessu má sjá hér.
Ooops!
Shay Given accidentally broke the #FootballFocus set by celebrating Alexander Isak’s goal against Arsenal 😬#BBCFootball pic.twitter.com/mLsanQxCPr
— Match of the Day (@BBCMOTD) November 2, 2024