Árlegur fundur formanna og framkvæmdastjóra aðildarfélaga KSÍ verður haldinn laugardaginn 30. nóvember í höfuðstöðvum KSÍ á Laugardalsvelli (3. hæð).
Fundurinn hefst kl. 11:00 og er áætlað að honum ljúki um kl. 14:00
Dagskrá:
Setning fundar (Þorvaldur Örlygsson formaður KSÍ)
Mótamál 2025 (Birkir Sveinsson mótastjóri KSÍ)
Flutningur leikmanna milli félaga (Haukur Hinriksson yfirlögfræðingur KSÍ)
Siðareglur KSÍ (Haukur Hinriksson yfirlögfræðingur KSÍ)
Matarhlé
VAR kynning (Þóroddur Hjaltalín starfsmaður dómaramála hjá KSÍ)
Stefnumótun KSÍ (Ómar Smárason samskiptastjóri KSÍ)
Vinna starfshópa – samantekt (Haukur Hinriksson yfirlögfræðingur KSÍ)
Endurskoðun dómstiga
Endurskoðun staðalsamninga
Tímasetning ársþings
Einföldun leyfiskerfis KSÍ.
Í lok fundar verður farið með hópinn í skoðunarferð um höfuðstöðvar KSÍ og farið m.a. yfir endurbætur á Laugardalsvelli (Bjarni Hannesson grasvallatæknifræðingur, Þorvaldur Örlygsson formaður KSÍ, Eysteinn Pétur Lárusson framkvæmdastjóri KSÍ)