Ruud van Nistelrooy er orðinn stjóri Leicester City sem spilar í ensku úrvalsdeildinni.
Þetta varð staðfest í kvöld en Hollendingurinn tekur við af Steve Cooper sem fékk sparkið á dögunum.
Van Nistelrooy var síðast hjá Manchester United en hann starfaði þar sem aðstoðarmaður Erik ten Hag.
Fyrir það var Van Nistelrooy aðalliðsþjálfari PSV í Hollandi og náði fínasta árangri þar.
Leicester situr í 16. sæti deildarinnar og spilar við Brentford í deildinni á morgun.