Arne Slot, stjóri Liverpool, hefur verið spurður út í framtíð markmannsins Caoimhin Kelleher sem hefur vakið athygli á tímabilinu.
Kelleher hefur staðið sig frábærlega í fjarveru Alisson en sá fyrrnefndi gaf það út í sumar að hann vildi komast burt og semja við lið þar sem hann fengi að vera númer eitt.
Þrátt fyrir góða frammistöðu undnafarið eru allar líkur á að Alisson fari aftur í mark Liverpool í næstu leikjum eftir að hafa jafnað sig af meiðslum.
,,Ég býst við að allir leikmenn vilji vera númer eitt, ekki bara markmaðurinn,“ sagði Slot.
,,Þetta er undir leikmanninum komið, hvort hann samþykki sitt eigið hlutverk. Hann gerði það í byrjun tímabils, jafnvel þegar hann var ekki að spila.“
,,Það er of snemmt að tala um næsta tímabil. Það væri eitthvað að ef hann kæmi að mér og tæki fram að hann væri ánægður með að vera á bekknum.“