Harry Kane er líklega búinn að finna sinn helsta gagnrýnenda en það er fyrrum leikmaður Liverpool, Dietmar Hamann.
Hamann var alls ekki hrifinn af Kane í vikunni og er ekki sannfærður um að leikmaðurinn sé með gæðin í að koma Bayern Munchen alla leið.
Kane er fyrirliði enska landsliðsins og þá markahæsti leikmaður í sögu Tottenham.
Hamann gagnrýndi Kane í fyrra og hafði þetta að segja eftir komu enska landsliðsmannsins til Þýskalands.
,,Hann var ekki fenginn til félagsins svo hann gæti skorað þrennu gegn Darmstadt,“ sagði Hamann.
,,Hann skorar ekki gegn stóru liðunum. Ég er enn ekki sannfærður um þennan stjörnuleikmann.“
Hamann endurtók sig svo í samtali við TalkSport eftir leik Bayern við Paris Saint-Germain í vikunni sem vannst, 1-0.
,,Ég mætti á þennan leik og ég verð að segja, hann var virkilega slakur. Hann átti ekki skot á markið og spilaði alveg eins og á EM með Englandi.“
,,Það er enn hægt að deila um það hvort hann sé góður gegn bestu liðunum því hann stenst ekki kröfurnar með Englandi.“