Sir Alex Ferguson var mættur á Old Trafford í gær að sjá sína menn vinna nauman 3-2 sigur á Bodo/Glimt í Evrópudeildinni.
Ferguson var rekinn úr starfi sendiherra hjá United á dögunum til að spara félaginu 340 milljónir króna á ári en hann styður sitt lið áfram.
Breskir áhorfendur voru steinhissa þegar þeir horfðu á leikinn í gær og sáu hver var mættur á svæðið með Ferguson.
Sjálfur, Dick Campbell var mættur á Old Trafford með Ferguson en hann stýrði skoskum liðum í 37 ár og er goðsögn þar.
„Dick Campbell er ekki maður sem ég átti von á því að sjá þarna,“ skrifaði einn.
„Einn besti þjálfari sögunnar mættur á völlinn með Ferguson,“ skrifaði annar en Dick stýrði Cowdenbeath, Dunfermline Athletic, Brechin City, Partick Thistle, Ross County, Forfar Athletic, Arbroath og East Fife á ferli sínum.
Samlandarnir hafa líklega náð vel saman og jafnvel skálaði í einu rauðvínsglasi.
Sir Alex Ferguson is in the building to watch Ruben Amorim’s first game at Old Trafford ❤️ pic.twitter.com/PU4wesmE9x
— Football on TNT Sports (@footballontnt) November 28, 2024