Mikel Arteta stjóri Arsenal hefur lofað Raheem Sterling því að hann fari að fá að spila meira en hann hefur gert.
Sterling er á láni frá Chelsea en hefur hingað til ekki spilað neitt sérstaklega mikið.
Sterling var ónotaður varamaður gegn Sporting Lisbon í vikunni. „Hann brosti, því miður þá gerist svona í fótboltanum og það var hann í þetta skiptið. Hann tók þessu á besta mögulegan hátt. Hann skildi þetta, hann hefur lengi verið í leiknum,“ sagði Arteta.
„Hann veit stundum að þetta eru aðstæður sem stjórinn ræður ekki við.“
„Ég vil spila honum meira og þetta er mér að kenna, hann er að gera sitt besta. Hann leggur mikið á sig og hefur í raun verið frábær í hópnum. Núna er það hjá mér að leyfa honum að spila meira.“
„Það er markmiðið að hann spili meira, ég spilaði honum gegn Forest og ætlaði að gera gegn Sporting. Hann þarf að finna taktinn til að komast betur í gang.“