Ruben Amorim stjóri Manchester United er ekki mjög hrifin af einum hlut í leik Rasmus Hojlund og segir að hann verði að bæta það fljótt.
Hojlund skoraði tvö mörk í 3-2 sigri liðsins á Bodo/Glimt í Evrópudeildinni í gær en Amorim sér hluti sem þarf að laga.
„Hann verður að bæta sig, hann tekur of margar snertingar þegar hann er með boltann,“ segir Amorim.
Hojlund var að byrja sinn fyrsta leik undir stjórn Amorim í gær.
„Hann er góður þegar við erum að sækja hratt, er áræðinn í teignum og er góður leikmaður en þarf að bæta þetta.“