Öll vötn renna til þess að Arnar Gunnlaugsson taki við sem landsliðsþjálfari af Age Hareide sem er hættur með íslenska landsliðið.
Arnar er mest orðaður við starfið og er talið að hann leiði kapphlaupið um starfið. Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, er mikill vinur Arnars frá þeirra tíð sem knattspyrnumenn.
Freyr Alexandersson þjálfari Kortrijk hefur einnig verið nefndur til leiks.
Arnar er þekktastur fyrir að spila 4-2-3-1 kerfið með Víking en íslenska landsliðinu hefur vegnað best í 4-4-2 kerfinu.
Age Hareide fékk sjaldan sína bestu menn saman en vonir standa til um að Albert Guðmundsson og Hákon Arnar Haraldsson verði með á nýju ári, þá gæti Arnar kveikt neista í Gylfa Þór Sigurðssyni.
Aron Einar Gunnarsson fyrirliði liðsins hefur lítið verið með undanfarið og meiddist í síðasta verkefni, óvíst er hvað hann gerir á næsta ári þegar kemur að landsliðinu.
Mögulegt byrjunarlið Íslands undir stjórn Arnars – 4-2-3-1 kerfi:
Hákon Rafn Valdimarsson
Valgeir Lunddal
Sverrir Ingi Ingason
Daníel Leó Grétarsson
Logi Tómasson
Stefán Teitur Þórðarson
Jóhann Berg Guðmundsson
Hákon Arnar Haraldsson
Gylfi Þór Sigurðsson
Albert Guðmundsson
Orri Steinn Óskarsson
Útgáfa 2 af mögulegu byrjunarliði í 4-4-2 kerfi:
Hákon Rafn Valdimarsson
Guðlaugur Victor Pálsson
Sverrir Ingi Ingason
Daníel Leó Grétarsson
Logi Tómasson
Hákon Arnar Haraldsson
Jóhann Berg Guðmundsson
Stefán Teitur Þórðarson
Jón Dagur Þorsteinsson
Albert Guðmundsson
Orri Steinn Óskarsson