Það var þjarmað að Virgil van Dijk fyrirliða Liverpool í gær eftir góðan sigur á Real Madrid, hollenski varnarmaðurinn er samningslaus næsta sumar.
Mikið er rætt og ritað um framtíð Van Dijk, Mo Salah og Trent Alexander-Arnold sem geta allir farið frítt næsta sumar.
„Ert þú að skrifa undir nýjan samning við Liverpool eða ekki?,“ spurði fréttamaður Van Dijk eftir leik í gær.
„Þetta er beinskeytt spurning, ég hef ekkert að segja. Ég hugsa bara um Manchester City leikinn,“ sagði Van Dijk.
Hann var svo spurður að því hvort hann hefði áhuga á að fara til Real Madrid sem leitar að miðverði.
„Eru þeir að því? Þeir eru með Rudiger, ég hef ekkert að segja nema að ég hugsa nú um leikinn gegn Manchester City.“